Gestaþjónusta
Við aðstoðum þig að skipuleggja ferðalagið
Gestaþjónusta
Hótel Keflavík er staðsett á Reykjanesi. Gestir okkar þurfa ekki að fara langt ail að sjá töfrandi staði og upplifa alla þá fallegu náttúru sem Reykjanesið okkar hefur að bjóða.
Hótel Keflavík er opið 24/7 og móttökustarsfólk okkar mun glaðlega aðstoða þig við að skipuleggja ferðalagið þitt á svæðinu. Við getum mælt með veitingastöðum, skoðunarferðum og akstri.
Leyfðu okkur að vera partur af þínu ferðalagi um Reykjanesið.
Reykjanesskaginn
Reykjanes er þar sem Norður-Atlandshafshryggurinn rís úr sjó. Reykjanesskaginn er í dag Reykjanes Unesco Hnattrænn Jarðvangur (e. Reykjanes Unesco Global Geopark). Hann er hluti af netverki jarðvanga um allan heim sem allir eiga það sameiginlegt að búa að einstakri náttúru og jarðminjum. Fimmtíu staðir/svæði á Reykjanesi hafa verið skilgreind sem sérstakir staðir/áfangastaðir innan jarðvangsins eða geosites.
Ísland hefur margt upp á að bjóða og er Reykjanesskaginn engin undartekning. Frá golfi yfir í skoðunarferðir frá lofti. Ferðamenn munu geta fundið án efa fundið sér áhugaverða og girnilega valkosti til að gera hér á svæðinu okkar sem starfsfólkið mun glatt aðstoða við.
Keflavík
Hótel Keflavík er staðsett í miðbæ Keflavíkur á Reykjanesskaganum. Bærinn er frábært staður til að skoða hina einstöku íslensku náttúru, njóta fjölbreytts og glæislegs útsýnis og heimsækja óvenjuleg byggðasöfn.
Kefllavík er næsta byggð við KEF flugvöll. Keflavík er partur af svietarfélaginu Reykjanesbær. Hér ríkir gott jafnvægi milli friðsældar og lífslegs bæjarlífs. Öll helsta þjónusta er í næsta nágrenni við hótelið s.s. ýmsar verslanir, veitingastaðir, kvikmyndahús, heillandi Víkingasafn og önnur söfn ásamt mörgum öðrum áhguverðum stöðum að skoða.