HÓTEL KEFLAVÍK - RÉTT HJÁ ÚTLÖNDUM Bókaðu beint í gegnum heimasíðu okkar Við tryggjum að þú færð okkar besta verð með því að hafa samband beint við okkur Kíktu á sérkjörin okkar á tilboðssíðu
Fjögurra stjörnu fjölskylduhótel Við erum staðsett í miðbæ Keflavíkur og rétt hjá útlöndum – í aðeins 5 mín fjarlægð frá KEF flugvelli.
Hótel Keflavík er staðsett við Reykjanesskagann sem ber stórkostlegu náttúru, í miðbæ Keflavíkur, í 5 mínútna fjarlægð frá KEF flugvelli og aðeins 15 mínútur frá Bláa lóninu.
Móttaka okkar er opin allan sólarhringinn og við erum reiðubúin að koma ávallt til móts við gesti okkar.
Aðeins á Hótel Keflavík er hægt að hafa ókeypis aðgang að einni stærstu líkamsræktarstöð á hóteli á Íslandi auk gufubaðs og ljósabekkja.
Í fallega glerskálanum okkar getur þú borðað undir stjörnunum bæði að innan eða utan á veitingastaðnum KEF Restaurant & Bar þar sem matreiðslumenn okkar munu útbúa máltíðina með ferskasta og besta íslenska hráefninu.
Diamond Bar er okkar nýji og einstaki bar sem er staðsettur við móttöku hótels. Á daginn geta gestir okkar notið góð kaffis og meðlætis en á kvöldin erum við með fjölbreytt úrval af hágæða vínum í fallegu umhverfi.
Á morgnana munt þú njóta okkar glæsilega morgunverðarhlaðborðs frá klukkan 08:00-10:00 alla daga og er það innifalið í dvöl þinni.
Hótel Keflavík er með fimm stjörnu lúxus hótelið Diamond Suites. Vinsamlegast kíktu heimasíðu Diamond Suites til að fá frekari upplýsingar.
Persónuleg og vinaleg þjónusta er okkar helsta stolt.
Hótel Keflavík er 4 stjörnu hótel í eigu og starfrækt af fjölskyldu. Það var stofnað árið 1986 og var fyrsta hótelið sem þjónaði farþegum um flugvöllinn.
Við bjóðum upp á margs konar hlý og notaleg herbergi og svítur, margar nýuppgerðar. Megináherslan okkar er þægilegt aðstaða með faglegri og vinalegri þjónustu sem lætur þér líða eins og heima.
Undanfarin ár höfum við unnið að miklum endurbótum að utan og innan.
Endurnýjuð og stækkuð móttaka okkar og veitingastaður með VERSACE flísum, lúxus húsgögnum og innréttingum, bætt við glæsilegri hringhurð og glerskálum sem hægt er að opna á góðvirðisdögum, við höfum flísað hótelið að utan með víðáttumiklum granítflísum og logað upp með LED lýsingu, herbergin og svíturnar okkar hafa verið endurnýjuð og lagfærðar til að gefa ferskari, glæsilegri og nútímalegri karakter en við höldum ennþá í þá hlýju, vinalegu og heimilislegu tilfinningu sem við erum svo þekkt fyrir.
Endurnýjunin hefur verið gerð á faglegan og skilvirkan hátt til að láta gesti okkar ekki upplifa óþægindi á meðan henni stendur yfir. Eftir breytingarnar lítum við á okkur sem glænýtt hótel með margra ára reynslu!