Fundir & Veislur
Við erum hinn fullkomni vettvangur fyrir viðburðinn þinn
Salirnir okkar
Við getum tekið á móti allt að 200 manns í okkar rýmum
Þakka þér fyrir að íhuga okkur fyrir viðburðinn þinn.
Þú þarft ekki að fara langt frá flugvellinum til að halda fund eða viðburð á glæsilegum stað. Hótel Keflavík er aðeins 5 mínútur frá KEF alþjóðaflugvellinum og býður upp á margs konar spennandi rými fullkomna fyrir alþjóðlegar ráðstefnur og útbúin með nýjustu tækni og faglegri þjónustu.
Fyrir viðburð sem þurfa fleiri en 80 manns höfum við mikla reynslu af því að sameina sali okkar fyrir allt að 200 manna stórviðburð eða með því að skipuleggja ráðstefnu á fyrsta flokks vettvangi í aðeins 2 mínútna fjarlægð frá hótelinu okkar, þar á meðal bókun á staðnum, veitingar, rútufyrirkomulag, tæknilega aðstoð og almennt skipulag – bara til að nefna nokkur atriði af okkar sérhæfðu þjónustu.
Gestir Hótel Keflavík fá allan hótelpakkann sem inniheldur 70 herbergi með fyrsta flokks gistingu með glæsilegu morgunvarðarhlaðborði og aðgangi að líkamsræktarstöð. Fyrir frekari upplýsingar um aðstöðu okkar og hvernig við getum sérsniðið þjónustu okkar að þörfum viðburðar þíns, vinsamlegast hafðu samband við okkur í síma (+354) 4207000 eða með pósti stay@kef.is fyrir frekari upplýsingar.
Móttakan okkar
20 pers
Er þú gengur inn í stóru hringdyrnar tekur móttökustarfsmaður okkar á móti þér í móttökunni. Móttakan er skreytt með VERSACE flísum frá toppi til táar og þar er opinn arinn og aragrúi af fallegum listaverkum. Móttökusvæðið okkar er með eftirfarandi:
- Tvö aðskilin sófasvæði með sæti fyrir allt að 20 pers
- Gas eldstæði stjórnað með fjarstýringu.
- Tvö 60 tommu snjallsjónvörp
- Apple TV (stjórnað úr tækniskápnum).
- Ókeypis Wi-Fi Internet
Móttökusvæðið er ekki bókanlegt fyrir einkaviðburð, en er opið fyrir alla gesti okkar.
Gyllti salurinn
80 pers
Gyllti salurinn er frábær vettvangur fyrir einkaviðburði og hátíðahöld, ráðstefnur og faglegar mál- og vinnustofur, fyrirtækjafundi og fleira. Gyllti salurinn rúmar allt að 80 gesti og býður upp á fyrsta flokks veitingaþjónustu.
Gyllti salurinn er með:
- Borð og sæti fyrir allt að 80 manns.
- Schafers kaffivél.
- Gyllti barinn – einkabar staðsettur inni í salnum
- Tvo NEC m403h 1080p 144hz skjávarpa (hægt að tengja beint eða nota Air Server).
- Tvö skjávarpatjöld.
- Einn aðgangsstaður fyrir Wi-Fi.
- Gólftengingar fyrir rafmagn og nettengingu.
- Rafmagnsgardýnur stýrt með fjarstýringu.
- Air Server (þráðlaus tenging við skjávarpa)
- Sonos 4 hátalarar.
- Bose s1 Bluetooth hátalari fyrir þráðlausa og tengda hljóðnema eða gítar (hægt að nota í öðrum herbergjum).
- Einn iPad.
- Apple TV (stjórnað úr tækniskápnum).
- Ókeypis Wi-Fi Internet
Gullni salurinn er bókanlegur sem ráðstefnu- eða fundarsalur eða fyrir einkaviðburð. Verðtilboð byggist á pöntunum á mat og drykk á meðan viðburði stendur.
Vinsamlegast hafðu samband í síma 4207011 eða með því að senda póst á restaurant@kef.is til að fá frekari upplýsingar.
KEF Restaurant
35 pers
KEF Restaurant er á la carte veitingastaður, setustofa og kaffihús sem er fallegur glersalur tengdur við hlið Hótel Keflavík. Hlýlituðu innréttingarnar og Versace flísar gera þetta að fullkomnum stað fyrir afslappaðan fund eða einkaviðburð fyrir allt að 35 gesti.
KEF Restaurant glersalurinn er útbúinn með:
- Borð og sæti fyrir 35 manns.
- KEF Bar – einkabar staðsettur í sjálfum salnum
- 50 tommu Samsung snjallsjónvarp.
- 5 Sonos hátalarar.
- Ókeypis Wi-Fi Internet
KEF Restaurant glersalurinn er bókanlegur fyrir fund eða fyrir einkaviðburð. Verðtilboð byggist á pöntunum á mat og drykk á meðan viðburði stendur.
Vinsamlegast hafðu samband í síma 4207011 eða með því að senda póst á restaurant@kef.is til að fá frekari upplýsingar.
KEF Bistro
40 pers
KEF Bistro salurinn er frábær vettvangur fyrir viðburði eins og faglegar málstofur, fyrirtækjafundi, veislur, móttökur og fleira. Veislusalurinn rúmar allt að 40 gesti og er veisluþjónstu fyrsta flokks. Salurinn var endurnýjaður nýlega með nýjum borðum, stólum, fallegum íslenskum listaverkum ásamt glænýju hljóð- og myndkerfi. 70 tommu sjónvarpsskjárinn hentar vel fyrir að horfa á íþróttir á stóra skjánum eða rómantíska bíómynd yfir kvöldverðinum. Hægt er að sameina KEF Bistro með Diamond Lounge & Bar fyrir stærri viðburð, hentugt fyrir allt að 70 manns.
KEF Bistro salurinn er útbúinn:
- Borð og sæti fyrir 40 manns.
- Kælt hlaðborðsstöð
- 80 tommu snjallsjónvarp (getur beintengt HDMI).
- Air Server (þráðlaus tenging við sjónavarpsskjá)
- 4 Sonos hátalarar.
- Ókeypis Wi-Fi Internet
KEF Bistro salurinn er bókanlegur sem fundarsalur eða fyrir einkaviðburð. Verðtilboð byggist á pöntunum á mat og drykk á meðan viðburði stendur.
Vinsamlegast hafið samband í síma 4207011 eða með því að senda póst á restaurant@kef.is til að fá frekari upplýsingar.
KEF Svalir
8-10 pers
KEF svalir er er lítil einkasetustofa staðsett á annarri hæð okkar á svölum með útsýni yfir glersalinn KEF Restaurant. Fullkomið fyrir léttan fund eða vinahitting.
KEF svalir eru útbúnar með:
- Sófasvæði og stólar með litlum kaffiborðum fyrir allt að 10 manns
- Sonos hátalara tengdum við KEF Restaurant
- Ókeypis Wi-Fi Internet
KEF svalir eru bókanlegar sem fundarherbergi eða fyrir einkaviðburð. Verðtilboð byggist á pöntunum á mat og drykk meðan viðburði stendur.
Vinsamlegast hafið samband í síma 4207011 eða með því að senda póst á restaurant@kef.is til að fá frekari upplýsingar.
VIP Stofa
10 pers
Stílhreina og fullbúna VIP Stofan okkar býður upp á allt sem þú þarft fyrir fund eða viðburð auk fagfólks til að veita stuðning við allar hljóð-/myndbands- og tæknilegar þarfir. Það er líka fullkomið fyrir einkakvöldverð eða viðburð eins og afmæli fyrir 8-10 manns. 70 tommu sjónvarpsskjárinn er líka frábær til þess að horfa á íþróttir á stóra skjánum eða rómantíska bíómynd yfir kvöldverðinum.
VIP herbergið okkar er útbúið:
- Eitt langt sporöskjulaga borð með sæti fyrir 8-10 pax
- 70 tommu sjónvarp.
- 1 Sonos hátalari.
- Air Server (þráðlaus tenging við skjá)
- Apple TV (stjórnað úr tækniskápnum).
- Síminn myndlykill (stjórnað úr tækniskápnum).
- Poly stúdíó myndavél og hátalari.
- Ókeypis Wi-Fi Internet
VIP Stofa er bókanlegt fyrir fund eða einkaviðburð á daginn og eingöngu samkvæmt neysluverði á mat og drykk á kvöldin.
Vinsamlegast hafðu samband í síma 4207011 eða með því að senda póst á restaurant@kef.is til að fá frekari upplýsingar.
Versace Stofa
6-8 pax
Versace Stofa er lítið hitað glerhús með stóru glerhringborði. Fullkomið fyrir frábæra matarupplifun, með Versace borðshaldi sé þess er óskað. Stofan er fullkomin fyrir náinn viðburð eða léttan fund.
Versace Stofa er útbúin með:
- Glerhringborð og sæti fyrir 6-8 pers
- 2 Sonos hátalarar
- Ókeypis Wi-Fi Internet
Versace Stofa er bókanlegt fyrir fund eða einkaviðburð á daginn og eingöngu samkvæmt neysluverði á mat og drykk á kvöldin.
Vinsamlegast hafðu samband í síma 4207011 eða með því að senda póst á restaurant@kef.is til að fá frekari upplýsingar.
William Stofa
16-20 pers
William Stofa er búin glæsilegum chesterfield sófa við hliðina á stórum gasarinn með borðum og stólum fyrir borðhald. William Stofa er upphitað glerhús með opnanlegum hurðum, svo þú getur slakað á og notið góðs félagsskapar undir berum himni. William Stofa er fullkomin fyrir einkaviðburð eða léttan fund.
William Stofa er útbúin með:
- 4 Sonos hátalarar.
- Einn gas arinn sem er stýrt með fjarstýringu.
- Ókeypis Wi-Fi Internet
William Stofa er bókanleg fyrir fund eða einkaviðburð á daginn og eingöngu samkvæmt neysluverði á mat og drykk á kvöldin.
Vinsamlegast hafðu samband í síma 4207011 eða með því að senda póst á restaurant@kef.is til að fá frekari upplýsingar.
Diamond Lounge & Bar
30 pers
Diamond Lounge & Bar er nýopnaður glæsilegur vínbar með einstaklega fallegu og kósý setusvæði. Við barinn er flygill sem annaðhvort spilar sjálfur eða píanóleikari getur spilað á. Setustofan er fullkomin fyrir náinn viðburð eða léttan fund. Það er hægt að sameina það með KEF Bistro salnum okkar fyrir stærri viðburð sem hentar allt að 70 manns.
Diamond Lounge & bar er útbúinn með:
- Setustofa með stórum sófa, borðum og stólum fyrir 30 manns.
- Tvö 60 tommu snjallsjónvarp.
- Edelweiss píanó stjórnanlegt með iPhone.
- Apple TV (stjórnað úr tækniskápnum).
- Air Server (þráðlaus tenging við skjái)
- Ókeypis Wi-Fi Internet
Diamond Lounge & Bar er bókanlegt fyrir einkaviðburði. Verðtilboð er mismunandi eftir pöntunum í mat og drykk á meðan viðburð stendur.
Vinsamlegast hafðu samband í síma 4207011 eða með því að senda póst á restaurant@kef.is til að fá frekari upplýsingar.
Diamond Suites setustofa
10 pers
Diamond Suites setustofan okkar er með fallegu chesterfield sófasetti við hliðina á stórum gasarinn. Setustofan var hönnuð með óaðfinnanlegu auga og passað upp á hvert smáatriði með glæsilegum húsgögnum, sem og falleg listaverk eftir innlenda sem erlenda listamenn. Setustofan er fullkomin fyrir náinn viðburð eða kvöldverð sem og léttan einkafund.
Diamond Suites setustofan er útbúin með:
- Chesterfield sófasett og sófaborð. Ásamt glerborð með stólum til borðhalds.
- Fjarstýrður gasarinn.
- 42 tommu Bang Olufsen sjónvarp (getur beintengt HDMI).
- 4 Sonos hátalarar.
- Ókeypis Wi-Fi Internet
Diamond Suites setustofan er bókanleg sem fundarherbergi eða fyrir einkaviðburð. Verðið er mismunandi eftir því hvort hún sé bókuð ásamt lúxussvítum fyrir gistingu sem og pantanir á mat og drykk.
Vinsamlegast hafið samband í síma 4207011 eða með því að senda póst á restaurant@kef.is til að fá frekari upplýsingar.
Best staðsetta hótel landsins
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um hótelið okkar
Hafa samband
Móttakan okkar er opin allan sólarhringinn og starfsfólk okkar er vel útbúið og hugsar vel um þarfir gesta okkar.
Ef þú hefur einhverjar sérstakar óskir – þá erum við þjónustu reiðubúin.
Teymið okkar veitir þér einnig allar upplýsingar sem þú þarft og aðstoðar þig við að bóka salinn þinn.
Vinsamlegast hafðu samband við okkur með því að senda stay@kef.is tölvupóst áður en þú kemur svo við getum skipulagt allt fyrir þig með nægum fyrirvara.
Staðsetning
Hótelið okkar er best staðsetta hótel landsins.
Við erum staðsett í hinni fögru náttúru Reykjanesskagans, UNESCO Global Park. Rétt í miðbæ Keflavíkur og erum aðeins 5 mínútur frá Keflavíkurflugvelli, 15 mínútur frá Bláa lóninu og 40 mínútur frá Reykjavík.
Heimilisfang okkar:
Hótel Keflavik & Diamond Suites
Vatnsnesvegi 12-14
230 Keflavík
Ísland
Netfang: stay@kef.is
Sími opinn allan sólarhringinn: (+354) 420 7000