Image Gallery
Upplifðu þægindi og góðan aðbúnað í Standard herbergjum okkar
Standard herbergin okkar eru hlýleg og þægileg með öllum helstu aðbúnaði sem þú þarft fyrir notalega dvöl nálægt Keflavíkurflugvelli. Hvort sem þú ert í stuttri viðkomu eða lengri ferð, bjóðum við upp á fyrsta flokks gistingu í nútímalegu og glæsilegu umhverfi.
Herbergin eru stílhrein, þægileg og vel búin til að tryggja að dvölin þín á Íslandi verði sem ánægjulegust. Við leggjum áherslu á smáatriðin – allt frá góðum rúmum og snyrtilegum baðherbergjum til fallegs innréttinga og notendavæns aðbúnaðar.
Við bjóðum upp á fjölbreytt herbergisval, fyrir einstaklinga, pör og hópa – hvort sem þú vilt eitt herbergi eða samliggjandi herbergi með aukarúmi. Athugið að útlit og skipulag herbergja getur verið mismunandi, svo myndir gefa til kynna mismunandi herbergistegundir.
Aðstaða og þægindi í herbergjum
- Herbergistegundir: Standard herbergi fyrir 1–3 gesti, með einstaklings eða hjónarúmum. Herbergisstærð er ýmist 14–24 m².
- Aðstaða : Lítill ísskápur, kaffivél, skrifborð og stóll.
- Baðherbergi: Sérbaðherbergi með sturtu, hágæða snyrtivörum og hárblásara.
- Tæknibúnaður: Rafrænt öryggislásakerfi, hraðvirkt Wi-Fi, flatskjár með gervihnattarásum, öryggishólf og sími.
- Þjónusta: Morgunverðarhlaðborð sem hefst snemma, à la carte morgunverður skv. pö-ntun, matur upp á herbergi á opnunartíma eldhúss, móttaka opin allan sólarhringinn, dagleg þrif og bjóðum einnig upp á þrif á þvotti sé þess óskað.
- Hápunktar Hótel KEF: Sem gestur á Hótel Keflavík færðu frían aðgang að vel búinni líkamsræktarstöð og sérkjör í lúxusheilsulindinni KEF SPA, þar sem þú getur slakað á í snjóherbergi, gufubaði og heitum potti.
Við bjóðum upp á hádegis- og kvöldverð á KEF Restaurant, sem er þekktur fyrir framúrskarandi matargerð og notalegt andrúmsloft. Diamond Lounge er svo hinn fullkomni staður til að njóta góðs kaffibolla yfir daginn eða skála í góðum kokteil þegar kvöldið nálgast.
Hvort sem ferðin snýst um viðskipti eða slökun, þá eru Standard herbergin á Hótel Keflavík frábær kostur fyrir gistingu rétt hjá útlöndum. Gistu í nútímalegu fjögurra stjörnu hóteli með persónulega þjónustu og frábærri staðsetningu – aðeins 5 mínútna akstur frá KEF flugvelli.