Standard herbergi

Upplifðu þægindi og góðan aðbúnað á Hótel Keflavík

wifi-4

Free Wi-Fi

monitor-4

SAT TV

maximize 3

14-24 m²

Image Gallery

Upplifðu þægindi og góðan aðbúnað í Standard herbergjum okkar

Standard herbergin okkar eru hlýleg og þægileg með öllum helstu aðbúnaði sem þú þarft fyrir notalega dvöl nálægt Keflavíkurflugvelli. Hvort sem þú ert í stuttri viðkomu eða lengri ferð, bjóðum við upp á fyrsta flokks gistingu í nútímalegu og glæsilegu umhverfi.

 

Herbergin eru stílhrein, þægileg og vel búin til að tryggja að dvölin þín á Íslandi verði sem ánægjulegust. Við leggjum áherslu á smáatriðin – allt frá góðum rúmum og snyrtilegum baðherbergjum til fallegs innréttinga og notendavæns aðbúnaðar.

Við bjóðum upp á fjölbreytt herbergisval, fyrir einstaklinga, pör og hópa – hvort sem þú vilt eitt herbergi eða samliggjandi herbergi með aukarúmi. Athugið að útlit og skipulag herbergja getur verið mismunandi, svo myndir gefa til kynna mismunandi herbergistegundir.

 

Aðstaða og þægindi í herbergjum

 

  • Herbergistegundir: Standard herbergi fyrir 1–3 gesti, með einstaklings eða hjónarúmum. Herbergisstærð er ýmist 14–24 m².
  • Aðstaða : Lítill ísskápur, kaffivél, skrifborð og stóll.
  • Baðherbergi: Sérbaðherbergi með sturtu, hágæða snyrtivörum og hárblásara.
  • Tæknibúnaður: Rafrænt öryggislásakerfi, hraðvirkt Wi-Fi, flatskjár með gervihnattarásum, öryggishólf og sími.
  • Þjónusta: Morgunverðarhlaðborð sem hefst snemma, à la carte morgunverður skv. pö-ntun, matur upp á herbergi á opnunartíma eldhúss, móttaka opin allan sólarhringinn, dagleg þrif og bjóðum einnig upp á þrif á þvotti sé þess óskað.
  • Hápunktar Hótel KEF: Sem gestur á Hótel Keflavík færðu frían aðgang að vel búinni líkamsræktarstöð og sérkjör í lúxusheilsulindinni KEF SPA, þar sem þú getur slakað á í snjóherbergi, gufubaði og heitum potti.
    Við bjóðum upp á hádegis- og kvöldverð á KEF Restaurant, sem er þekktur fyrir framúrskarandi matargerð og notalegt andrúmsloft. Diamond Lounge er svo hinn fullkomni staður til að njóta góðs kaffibolla yfir daginn eða skála í góðum kokteil þegar kvöldið nálgast.

Hvort sem ferðin snýst um viðskipti eða slökun, þá eru Standard herbergin á Hótel Keflavík frábær kostur fyrir gistingu rétt hjá útlöndum. Gistu í nútímalegu fjögurra stjörnu hóteli með persónulega þjónustu og frábærri staðsetningu – aðeins 5 mínútna akstur frá KEF flugvelli.

 

Móttökuþjónusta

Á Hótel Keflavík er móttakan opin allan sólarhringinn og starfsfólkið okkar tilbúið að aðstoða við allt sem snýr að dvölinni þinni. Við mælum með spennandi afþreyingu og veitingastöðum, og getum séð um að bóka akstur til og frá Keflavíkurflugvelli.

Leyfðu okkur að gera upplifun þína ógleymanlega.

 

Herbergi og svítur

room-img-1

Deluxe herbergi

Upplifðu hækkaðan lúxus í Deluxe herbergjunum okkar á Hótel Keflavík

View Room Details
room-img-1

Fjölskylduherbergi

Njóttu hinnar fullkomnu fjölskylduferðar í fjölskylduherbergjunum okkar á Hótel Keflavík

View Room Details
room-img-1

Junior svíta

Upplifðu rúmgóðan lúxus í junior svítum okkar á Hótel Keflavík

View Room Details
room-img-1

Lúxus svíta

Látið ykkur njóta fullkomins glæsileika í lúxussvítunum okkar á Hótel Keflavík

View Room Details
room-img-1

Íbúðarsvíta

Uppgötvaðu fullkomið næði og lúxus í Grand Residential Suite okkar á Hótel Keflavík

View Room Details
kef

Ekki bara gista. Njóttu

Hótel Keflavík býður upp á glæsilega gistingu með fjölbreyttum tegundum herbergja, lúxus heilsulind og líkamsræktarstöð ásamt frábærri upplifun í mat og drykk. Við erum stolt af persónulegri og vandaðri þjónustu sem gerir dvölina eftirminnilega.

Frá fjölskyldu okkar til þinnar.
Ég býð ykkur persónulega velkomin á Hótel Keflavík og vona að þið njótir dvalarinnar.