Image Gallery
Lúxusgisting í hæsta gæðaflokki í svítunum okkar á Hótel Keflavík
Stígðu inn í heim fágunar og glæsileika í einstökum lúxussvítum á Hótel KEF. Hver svíta er sérhönnuð og einstaklega innréttuð með sínu eigin yfirbragði og þema. Hér sameinast lúxus húsgögn og nútímaleg þægindi og mynda fullkomið athvarf fyrir vandláta gesti sem leita að fyrsta flokks gisting í nágrenni við Keflavíkurflugvöll.
Hvort sem þú ert í rómantísku fríi eða vilt njóta afslöppunar í stílhreinu umhverfi, bjóða lúxussvítur okkar upp á ógleymanlega dvöl þar sem hvert smáatriði er úthugsað fyrir þægindi þín og vellíðan.
Svítunum fylgir hágæða tækni og hönnun sem bjóða upp á einstaklega glæsilega upplifun. Vinsamlegast athugið að hönnun og útlit svíta getur verið mismunandi og myndir sýna dæmi.
Aðstaða og þægindi
- Herbergistegund: Lúxussvíta (eitt svefnherbergi), með gistirými fyrir 1–5 gesti. Stærð: 30–37 m²
- Aðbúnaður: King-size rúm með hágæða rúmfötum, glæsileg húsgögn, marmaraflísar frá Versace, lítill ísskápur, kaffivél, skrifborð og setustofa með útdraganlegum sófa. Aðgangur að Diamond Suites lounge með eldhúskrók, kaffivél, setusvæði og nuddpotti á einkasvölum gesta á hæðinni.
- Baðherbergi: Sérbaðherbergi með regnsturtu eða baðkari, Sensowash salerni með bidet, lúxus snyrtivörur, hárþurrka og aðgangur að nuddpotti á svölum.
- Tækni: SONOS hljóðkerfi, öryggiskerfi með lykilkortum, hraðvirkt einkanet (Wi-Fi), HD sjónvarp, Apple TV, LED lýsing, fjarstýrðar gardínur, gólfhita, öryggishólf og þráðlaus sími.
- Gestaþjónusta: Morgunverðarhlaðborð opið frá kl. 5 eða à la carte morgunverður gegn beiðni, herbergisþjónusta á opnunartíma eldhúss, sólarhringsmóttaka, dagleg þrif, straujárn og þvottaþjónusta eftir beiðni.
- Afþreying og hápunktar Hótel KEF: Aðgangur að KEF SPA & Fitness – líkamsræktin er innifalin í dvöl, á meðan aðgangur að KEF SPA er í boði gegn gjaldi. Glæsilegur hádegis- og kvöldverður á KEF Restaurant og Diamond Lounge sem er kaffihús á daginn og vín- og kokteilbar á kvöldin
Uppgötvaðu hinn fullkomna samruna lúxus og nýsköpunar í lúxussvítum Hótel Keflavík – þar sem hvert smáatriði þjónar þínum þægindum og stíl.