KEF SPA & Fitness
Listin að njóta

KEF SPA setur ný viðmið þegar kemur að vellíðan á Íslandi.
Með þessari fyrstu heilsulind í Keflavík vildum við ná fram því markmiði að þú finnist þú vera kominn í aðra veröld. Veröld glæsileika burt frá amstri dagsins sem býður þér upp á fyrsta flokks meðferðir, hreyfingu og slökun sem endurnæra líkama og sál. Stígðu inn í heim þar sem fáguð og elegant hönnun mætir kyrrðinni og litagleðinni úr íslenskri náttúru. Engu hefur verið sparað er viðkemur byggingu heilsulindarinnar sem er prýdd Versace listmunum og lúxushúsgögnum sem veitir þér einstakt athvarf handan hversdagsleikans. Gleymdu þér í vellíðan og þeim þægindum sem við höfum upp á að bjóða.
Á KEF SPA fullkomnar þú listina að njóta.
KEF SPA aðstaða:

Gufuböð og froðuupplifun
Slakaðu á í stjörnuprýdda gufubaðinu okkar eða blautgufunni þar sem hlýjan leysir upp streitu og endurnærir líkamann. Slakaðu svo á í froðuskýji í blautsánunni - upplifun sem á sér enga líka á Íslandi.

Heilsurækt
Glænýja líkamsræktarstöðin okkar býður upp á glæsilegt rými með fyrsta flokks búnaði, sem hefur allt sem þarf fyrir góða æfingu. Heilsuræktin sem þú þarft - lúxusinn sem þú átt skilið.

Heitir pottar
Heitur pottur og jacuzzi. Slakaðu á annaðhvort í einstaklega djúpa nuddpottinum okkar fyrir kærkomna slökun eða í rúmgóða slökunar heitapottinum okkar, þar sem heita vatnið leikur um þig og veitir þér ró.

Infrarauð sána
Upplifðu heilandi hlýju í innrauðu sánunni okkar, sem stuðlar að afeitrun líkamans, bólguminnkun og bættri heilsu.

Snjóherbergi og kaldur pottar
Upplifðu snjókomu allan ársins hring í kalda snjóherberginu okkar. Hressandi dýfa í einum af köldu pottunum stuðlar svo að bættu ónæmiskerfi, bólguminnkun og betri líðan.

Fótalaug
Dekraðu við fæturna í róandi köldu fótalauginni okkar og láttu þreytuna líða úr þér.

Heitir bekkir
Hvíldu þig á heitu bekkjunum okkar á milli meðferða.

Hvíldarherbergi
Kyrrðin umlykur þig í fallega hvílarherberginu okkar þar sem norðurljósin dansa í loftinu.

Nuddsvíta
Glæsilega nuddsvítan okkar býður upp á fyrsta flokks nuddbekki og einka heitapott eftir meðferð.

Versace bar og veitingasalur
Sérstakur spa matseðill og sérvalin vín og drykkir eru á boðstólnum á Versace bar. Láttu það eftir þér að gæða þér á gómsætum réttum og drykkjum meðan dvöl þinni stendur.

KEF SPA verslun
Í KEF verslun okkar er hægt að versla hágæða snyrtivörur frá Blue Lagoon, sundfatnað frá 66 norður og Versace lúxusmuni og sloppa svo eitthvað sé nefnt.

Búningsherbergi og sturtuupplifun
Glæsilegu búningsherbergin okkar eru með rúmgóðum skápum, einstakri sturtuupplifun og þurrkklefa, sem veitir þægindi og kyrrð í hverju skrefi heimsóknar þinnar.

KEF SPA einkaklúbbsaðild
KEF SPA er opið fyrir alla – en hannað fyrir heimamenn. Það hentar fyrir einstaklinga sem vilja rækta líkama sinn og huga að heilsu dagsdaglega sem og þeim sem vilja gefa sér tíma til að njóta og slaka á í góðum félagsskap. Hægt er að gerast meðlimur í einkaklúbb okkar og þar sem þú færð óheftan aðgang að heilsulindinni, líkamsræktinni og öllum þeim fríðindum og þjónustu sem því fylgir. Veldu úr þremur áskriftarleiðum:
- KEF SPA aðild : Ótakmarkaður aðgangur að líkamsræktarstöð og heilsulind fyrir fullkomna daglega vellíðan.
- Gull aðild : Ótakmarkaður aðgangur að heilsulind og líkamsræktarstöð, auk einstakra fríðinda og afsátta.
- Versace aðild : Fullkomin aðild með ótakmörkuðum aðgangi að heilsulind og líkamsræktarstöð, persónulegt einkaþjálfunarprógram, Versace sloppur á meðan dvöl stendur og úrvals fríðindi og afslættir.
Uppgötvaðu réttu áskriftarleiðina fyrir þína heilsu og vellíðan. Hafðu samband á spa@kef.is eða (+354) 4207007 fyrir frekari upplýsingar.
KEF SPA
Ótakmarkaður aðgangur að líkamsræktarstöð og heilsulind fyrir daglega vellíðan.
Velja áskrift-
Aðgangur að KEF SPA & Fitness
-
KEF sloppur, inniskór og handklæði meðan á dvöl þinni stendur
Versace
Fullkomin aðild með ótakmörkuðum aðgangi að heilsulind og líkamsræktarstöð, persónulegt einkaþjálfunarprógram, Versace sloppur á meðan dvöl stendur og úrvals fríðindi og afslættir.
Velja áskrift-
Aðgangur að KEF SPA
-
Versace sloppur, inniskór og handklæði meðan á dvöl þinni stendur
-
Þú getur boðið vini einu sinni í mánuði í heilsulindina með þér
-
Brönsréttir fyrir tvo einu sinni í mánuði
-
Aðgangur að KEF morgunverðarhlaðborði tvisvar í mánuði
-
Persónulegt þjálfunarprógram og mælingar
Gull
Ótakmarkaður aðgangur að heilsulind og líkamsræktarstöð, auk einstakra fríðinda og afsátta.
Velja áskrift-
Aðgangur að KEF SPA
-
KEF sloppur, inniskór og handklæði meðan á dvöl þinni stendur
-
Aðgangur að KEF morgunverðarhlaðborði tvisvar í mánuði
-
10% af matseðli
-
10% af morgunverðarhlaðborði
-
-
-
-
-
-
-